EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
Stofan kynnir fallegt og vel skipulagt endaraðhús með bílskúr við Stekkjarhvamm 22, Hafnarfirði.
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 159,1 fm, þar af er bílskúr 23,9 fm.Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi, eldhús geymslu og bílskúr.
Komið er inn í flísalagða
forstofu með góðum fataskápum.
Inn af
forstofu er þvottahús, flísar á gólfi.
Gangur / hol, harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, baðkar, sturta með gleri, upphengt salerni og handklæðaofn.
Stofan er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengt er úr stofu út í garð á fallega verönd með heitum potti, lýsing í potti og við pottinn, tvöföld hitastýring.
Eldhús er með nýrri eldhúsinnréttingu og tækjum, bakaraofn í vinnuhæð, eyja með helluborði, háfur yfir eyju, innbyggð uppþvottavél, flísar á milli innréttinga, harðparket á gólfi.
Stigi er upp á efri hæð /ris hússins þar sem er
sjónvarpshol og
svefnherbergi, harðparket á gólfi.
Geymsla á efri hæð/risi.
Bílskúr er upphitaður, flísar á gólfi, rafmagnsopnun.
Sólbekkir eru úr stein/granít.
Búið að skipta út flestum ofnum í húsinu.
Tvöföld hitastýring í heita pottinum.
Þetta er falleg eign í fjölskylduvænu hverfi með miklu útsýni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m.vsk.