STOFAN kynnir stóra og vel staðsetta sumarhúsalóð í landi Svínhaga við Klapparhraun 9, í Heklubyggð.Um er að ræða 50.400 fm eignarlóð með víðáttumiklu útsýni í göngufjarlægð frá Rangá.Rúmlega 5 hektara sumarhúsalóð í landi Svínhaga við Heklurætur í Rangárþingi Ytra. Lóðin er með 2 skilgreinda byggingareiti skv. deiliskipulagi og því heimilt að byggja 2 hús á hvorum reit fyrir sig. Sumarhús ásamt bílskúr/geymslu eða gestahúsi.
Vatn og rafmagn er komið að lóðarmörkum. Sumarhúsafélag er á svæðinu sem sér um vegaviðhald og mokstur á svæðinu. Búið er að sá í landið og stendur landeigendum árlega til boða allt að 5000 bakkaplöntur, birki ofl. til landgræðslu þeim að kostnaðarlausu frá Skógrækt ríkisins.
Þetta er stór lóð með mikið útsýni á vinsælum stað.
Allar nánari upplýsingar veita Atli Þór Albertsson sölufulltrúi í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir löggiltur fasteignasali, 866-7070,
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m.vsk.