Gamla-borg , 805 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús
3 herb.
125 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1930
Brunabótamat
57.400.000
Fasteignamat
11.900.000

STOFAN fasteignasala kynnir vel staðsett sögufrægt hús við Gullna hringinn. 

Gamla Borg þinghús er sögufrægt hús á Borg í Grímsnesi. Húsið var byggt af ungmennafélaginu Hvöt og hefur í gegnum tíðina m.a. verið nýtt undir skólahald, samkomur, veitingarekstur, skrifstofur, listsmiðju og verkstæði. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu á árunum 1996-1999. Húsið er skráð 125 m² og stendur á 2349 m² lóð en gildandi deiliskipulag býður uppá að byggja megi meira á lóðinni. 
Þetta er björt og sjarmerandi eign sem býður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika. 

Aðalhæð:
Aðalinngangur er austan megin við húsið með tröppum og steyptum hjólastólarampi en einnig er inngangur vestan megin.  Forstofa er flísalögð með 2 salernum. Innaf forstofu er herbergi sem í dag er nýtt sem vinnustofa en er á teikningum eldhús. Innangengt er úr þessu herbergi inná barinn sem í dag er nýttur sem eldhús. Einfalt er að breyta þessu tilbaka.  Salur og svið eru með bæsuðum og lökkuðum viðargólfborðum og panelklæðningu á veggjum og í lofti. Innaf sviði er gott herbergi með nýrri sturtu og vaskinnréttingu, viðargólfborð. Stigi niður í herbergi á neðri hæð. Húsið er hitaveituhitað en ný kamína var sett upp 2022 sem setur fallegan svip á rýmið.

Neðri hæð:
Herbergi með sérinngangi. Panell á veggjum og lofti, flísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt. Salerni, nýlegur sturtuklefi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara.

Endurbætur skv. seljanda.

2018  - Húsið múrviðgert

2020-2022
- Húsið málað - Trégólf pússuð og lökkuð. - Ný kamína keypt og uppsett af Funa ehf.
- Raflagnir yfirfarnar af fagaðila. Skipt um öll loftljós í sal og á sviði.Tenglum og lögnum bætt við innanhúss í sal, anddyri og kjallara. 
- Tengill fyrir rafmagnsbíl. - 2 sturtur settar upp af fagaðila - hitagrind hússins yfirfarin og endurnýjuð að hluta.
- Tvö lítil rými á neðri hæð sameinuð og útbúið baðherbergi og þvottahús. - Skápur byggður utan um hitagrind.
- Bar í sal hússins endursmíðaður og breytt í eldhús með nýrri eldavél, svörtum vaski og krana með stáláferð.
- Eldra eldhúsi breytt í herbergi/vinnustofu.
- Ný möl í innkeyrslu aðaldyramegin og lóð afmörkuð að framanverðu með sprengigrjóti.

Ath. Kominn er tími á að yfirfara rennur og skipta út eða laga þar sem þess er þörf.
Komin er tími á að yfirfara glugga og gler hússins og taka hluta þeirra í gegn.


Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Atli Þór í síma 699-5080, [email protected] eða Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 64.900 m.vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.