Eignin er seld
Stofan fasteignasala kynnir rúmgóða og bjarta hæð með fallegu útsýni við Rauðalæk 36, Reykjavík.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 137,3 fm.
Sérinngangur er í íbúðina sem er á efstu hæð.
Seljandi skoðar skipti á minni / ódýrari eign í hverfinu4-5 svefnherbergi
Tvennar svalir
Fallegt útsýni
Parket nýslípað
Möguleiki á stækkun með því að opna upp í risiðSérinngangur er í íbúðina sem er á efstu hæð.
Flíslögð
forstofa og teppalagður stigi upp að íbúðinni.
Gangur / hol með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Eldhús er opið og bjart með fallegri innréttingu, innbyggð uppþvottavél, eyja með bakarofni og gaseldavél, góðar hirslur. Flísalagt gólf með hita. Svalir út frá eldhúsi.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Inn af stofu er rúmgott
herbergi með fataskápum og parketi á gólfi. Útgengt er úr herbergi á svalir. (Nýlega var herbergið útbúið en var áður hluti af stofunni, léttur veggur á milli og auðvelt að breyta tilbaka).
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, parket á gólfi. Inn af hjónaherbergi er herbergi sem hefur verið nýtt sem barnaherbergi og áður þvottaherbergi. Hægt væri að tengja þar þvottavélar og útbúa sturtu.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfum og annað með fataskáp. Úr einu herberginu er hægt að komast upp á risloft sem væri hægt að standsetja og nýta sem hluta af íbúðinni.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, falleg innrétting, upphengt salerni, baðkar með sturtu, hiti í gólfi. Einnig er flísalagður sturtuklefi sem er nýttur fyrir þvottavél og þurrkara í dag.
Sérgeymsla á jarðhæð.
Sameiginlegt
þvotthús er á jarðhæð hússins.
Sameiginleg lóð í kringum húsið, geymsluskúr í sameign íbúa.
Þetta er einstaklega falleg og björt eign á rólegum og fjölskylduvænum stað í Laugardalnum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Húsinu hefur verið vel við haldið og margt endurnýjað í gegnum árin.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 64.900 m.vsk.