STOFAN fasteignasala kynnir fallega og vel skipulagða 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð í fjölbýli við Álfkonuhvarf 47 í Kópavogi.
Eignin er skráð samtals 131m², þar af er geymsla 10,4 m².
Þetta er björt og góð fjölskyldueign með miklu útsýni.Nánari lýsing:Forstofa með góðum fataskáp, vinylparket á gólfi.
Stofa og
borðstofa eru í rúmgóðu alrými með útgengi á stórar svalir. Vinylparket á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, bakarofn í vinnuhæð, keramik helluborð, tengi fyrir uppþvottavél og vinylparket á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi með innréttingu, efri skápum og skolvaski. Flísar á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og vinylparket á gólfi.
Barnaherbergi eru 2, bæði með fataskápum og vinylparketi á gólfi.
Baðherbergi er með hvítri innréttingu, upphengdu salerni, sturtuklefa, baðkari og handklæðaofni. Flísar á gólfi.
Sérgeymsla íbúðar í snyrtilegri sameign í kjallara hússins.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Hleðslustæði á góðu sameiginlegu bílastæði.
Skv. seljanda: 2024 Ný borðplata í eldhúsi, ásamt blöndunartækjum og vaski.
2024 Hleðslustæði sett upp á sameiginlegt bílastæði.
2023 Vinylparket lagt á eldhús, stofu og öll svefnherbergi. Skipt um gólflista í sömu rýmum.
2023 Hurðar endurnýjaðar.
Þetta er björt og fjölskylduvæn eign á vinsælum stað með skóla, verslun og þjónustu í nágrenninu.Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Atli Þór í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.