Stofan faseignasala kynnir bjarta og fallega 3-4 herbergja íbúð í eftirsóttu fjölbýli fyrir 63 ára og eldri við Þorragötu 5, Reykjavík.
Íbúðin er á 4.hæð og er skráð samtals 149,8 fm, bílskúr fylgir eigninni.2 svefnherbergi (möguleiki að bæta við þriðja)
Svalir með svalalokun
Fallegt útsýni
Bílskúr
Fyrir íbúa 63 ára og eldri
Húsvörður í húsinuÍbúðin skiptist í forstofu, stóra tvískipta stofu, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Svalir með svalalokun að hluta. Bílskúr og geymsla fylgir íbúðinni. Húsvörður er starfandi í húsinu. Húsið var nýlega klætt að utan.
Allar nánari upplýsingar veitir
Guðný Ósk í síma 866 7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Nánari lýsing:Húsið er glæsilegt fjölbýli á fimm hæðum byggt árið 1994 en algjörlega tekið í gegn að utan 2020-2021, m.a. var utanhúsklæðning og einangrun endurnýjuð. Íbúðin er skráð 149.8 fm og þar af er íbúðin 124,3 fm, geymslan 6,5 fm og bílskýli 19 fm. Íbúð húsvarðar er í sameiginlegri eigu íbúa sem og samkomusalur á fyrstu hæð.
Forstofa: Með tvöföldum fataskáp, parket á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting meðfram tveimur veggjum og borðkrókur. Rennihurð milli stofu og eldhúss.
Búr/geymsla: Lítið búr/geymsla með hillum er við eldhús með rennihurð.
Stofa: Tvískipt stofa, mjög rúmgóð, aðskilin með veggjum að hluta. Aðalrýmið er mjög rúmgott með útgengi út í sólskála og þaðan út á suðursvalir með fallegu útsýni.
Innra rýmið er einnig rúmgott og bjart tilvalið sem sjónvarpsherbergi eða skrifstofa.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum skápum yfir heilan vegg, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Einnig rúmgott með þreföldum skáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og góðri innréttingu. Stór spegill yfir innréttingu og skápar í hliðarspeglum.
Þvottahús: Er innan íbúðar með efri skápum. Flísar á gólfi.
Sérgeymsla/Sameign: Í sameign er sérgeymsla. Þá er sameiginlegur samkomusalur til notkunar fyrir eigendur. Íbúð húsvarðar er einnig sameiginleg eign eigenda.
Viðhald: Á árunum 2020-2021 var húsið allt tekið í gegn að utan, m.a. skipt um klæðningu og einangrun endurnýjuð. Búið að setja upp nýja mynddyrasíma og skipta um mótor í lyftu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.