Um okkur

STOFAN er þjónustudrifin og framsækin fasteignasala sem leggur áherslu á öfluga upplýsingagjöf, eftirfylgni, gagnsæi og vellíðan viðskiptavina sinna.

STOFAN er í eigu hjónanna Guðnýjar Óskar Sigurgeirsdóttur og Atla Þórs Albertssonar.

Hlutverk okkar er að leiða saman kaupendur og seljendur fasteigna með sameiginlega hagsmuni þeirra að leiðarljósi svo báðir aðilar gangi sáttir frá borði, mæli með þjónustunni og leiti til okkar aftur.

STOFAN er aðili að Félagi fasteignasala sem er brýnt hagsmunamál fyrir neytendur. Fasteignasalar innan Félags fasteignasala starfa eftir ströngum siðareglum og viðhalda þekkingu sinni með því að sækja reglulega metnaðarfulla endurmenntun.

Fasteignasalar Stofunnar starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8.gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðarmenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga. Aðstoðarmenn fasteignasala aðstoða við úttektir eigna og gerð söluyfirlita, aðstoða við gerð kauptilboða, sýna fasteignir og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs. Aðstoðarmaður fasteignasala starfar á ábyrgð löggilts fasteignasala.

Skrifstofan okkar er staðsett í Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði.

STOFAN er rekin af Fasteignasölu Hafnarfjarðar

Kt. 431220-0160, vsk nr. 139575.
[email protected]

 

Ábyrgðaraðili Stofunnar er Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir, Löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur. Tölvupóstur: [email protected]

Starfsmenn

GUÐNÝ ÓSK SIGURGEIRSDÓTTIR
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI / VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
SJÁ NÁNAR
ERLA VILHJÁLMSDÓTTIR
VERKEFNASTJÓRI
SJÁ NÁNAR
ATLI ÞÓR ALBERTSSON
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
SJÁ NÁNAR
EINAR MAGNÚS
SÖLUFULLTRÚI Á SPÁNI
Símanúmer
[email protected]
SJÁ NÁNAR