EIGNIN ER SELDStofan fasteignasala kynnir fallega og bjarta 2 herbergja útsýnisíbúð við Grandaveg 42c, Reykjavík.
Íbúðin er á 9.hæð (efstu) og er skráð samtals 76,6 fm.
Stæði í bílageymslu.Einstakt útsýni
Yfirbyggðar svalir (9,4 fm)
Stæði í bílageymsluFallegt harðparket er á allri íbúðinni fyrir utan hol og baðherbergi sem eru flísalögð.
Allar innréttingar í íbúð eru frá HTH.
Forstofa er flísalögð með fallegum fataskápum.
Eldhús og stofa eru í björtu alrými. Eldhúsinnrétting er spónlögð með brúnleitum spón og 20mm þykkri borðplötu úr kvartsteini.
Vaskur í eldhúsi er frá Pyramis og blöndunartæki frá Hans Grohe. Spanhelluborð, háfur, bakarofn, örbylgjuofn, innfelldur ísskápur og uppþvottavél frá AEG.
Svefnherbergi með góðum fataskápum og fallegu útsýni.
Baðherbergi er flísalagt með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara ásamt skolvaski í sérsmíðuðum skáp með rennihurð.
Handlaug í innréttingu og borðplata úr kvartsteini af sömu gerð og er í eldhúsi. Handklæðaofn, upphengt salerni og flísalagður sturtubotn.
Svalir eru yfirbyggðar með miklu útsýni.
Bílastæði fylgir íbúðinni í bílageymslu og sér geymsla í sameign.
Í bílageymslu eru einnig sérmerkt gestastæði.
Þetta er vönduð íbúð á vinsælum stað í vesturbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.