Eignin er seld með fyrirvara
Stofan fasteignasala kynnir fallega 3 herbergja íbúð í fjórbýli við Kvisthaga 3, í Vesturbæ Reykavíkur.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti og er skráð samtals 87,2 fm.Komið inn í
forstofu með parketi á gólfi.
Inn af forstofu er
geymsla með hillum.
Hol með fataskápum og parketi á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi. Útgengt úr stofu á skjólgóða verönd sem tilheyrir íbúðinni.
Borðstofa var áður samtengd stofu en er í dag nýtt sem barnaherbergi (auðvelt að breyta tilbaka).
Eldhús með fallegri innréttingu, flísar á milli skápa, borðkrókur, eldavél, vifta, uppþvottavél, dúkur á gólfi.
Hjónaherbergi með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, handlaug, upphengt salerni, sturta og handklæðaofn.
Sameiginlegt
þvottahús er á sömu hæð og íbúðin - mjög snyrtilegt þar sem hver íbúð er með sínar vélar.
Þetta er falleg eign á góðum stað í Vesturbænum sem búið er að endurnýja að miklu leyti, þ.m.t eldhús, baðherbergi, glugga og gólfefni.
Stutt er í skóla, verslanir og helstu þjónustu. Hægt er að labba beint úr garðinum á leikvöll.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.