*Eignin er seld og fellur því opið hús niður*
STOFAN fasteignasala kynnir einstaklega fallega og bjarta 4 herbergja íbúð á 2.hæð við Norðurbakka 9a, Hafnarfirði, samtals 124,2 fm.
Fallegt útsýni til sjávar og víðar - stæði í bílageymslu og góð geymsla.
Fallegt útsýni
Aukin lofthæð
Björt og falleg stofa
Þrjú rúmgóð herbergi
Stæði í bílageymslu
Tvennar svalir
LyftaKomið er inn í flísalagða
forstofu með góðum fataskápum.
Gangur / hol með parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa er björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum og parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á svalir með fallegu útsýni til sjávar.
Eldhús er opið og samliggjandi með stofu, falleg innrétting og eyja, bakarofn, helluborð og vifta, parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart, gólfsíðir gluggar, góðir fataskápar og parket á gólfi.
Barnaherbergi með gólfsíðum gluggum, góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Barnaherbergi með gólfsíðum gluggum og parketi á gólfi. Útgengt úr herberginu út á svalir.
(Áður var herbergið hluti af alrýminu og auðvelt væri að breyta því tilbaka).Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, falleg innrétting, upphengt salerni, sturta með gleri og handklæðaofn.
Þvottahús með góðri innréttingu og vask, flísar á gólfi.
Sérgeymsla er í sameign á jarðhæð.
Sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla.
Sérstæði í bílageymslu.
Snyrtileg sameign.
Þetta er einstaklega vel staðsett og falleg eign á góðum stað við Norðurbakkann í Hafnarfirði með fallegu útsýni til sjávar og víðar.
Stutt er í verslanir og helstu þjónustu og flest er í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.