STOFAN fasteignasala kynnir bjarta og fallega 3 herbergja íbúð á 2. hæð við Álftamýri 12, Reykjavík.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti m.a. gólfefni, hurðar, eldhús og baðherbergi ásamt því að ytra byrði hússins var tekið í gegn
á árinu. Eignin er skráð samtals 82,3 m² skv. fasteignaskrá HMS. Þetta er virkilega góð eign á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík þar sem
stutt er í verslanir, þjónustu og skóla.Komið er inn í
forstofu / hol með góðum nýlegum fataskáp.
Eldhús var allt endurnýjað 2020. Hvít innrétting með dökkri borðplötu. Mikið skápapláss. Spanhelluborð, háfur og bakarofn í vinnuhæð. Vaskur og blöndunartæki voru einnig endurnýjuð ásamt því að tengt var fyrir uppþvottavél og þvottavél í innréttingu. Borðkrókur. Nýtt rafmagn var dregið í eldhús og sett upp sér rafmagnstafla fyrir eldhúsið.
Stofa er björt og rúmgóð með útgengi á suður svalir.
Hjónherbergi er rúmgott með upprunalegum innbyggðum fataskápum.
Barnaherbergi er rúmgott og bjart.
Baðherbergi er með sturtuklefa, upphengdu salerni, handklæðaofni og vaskinnréttingu.
Gólfefni íbúðar eru öll nýleg. Harðparket á öllum rýmum nema baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf.
Sér geymsla íbúðar er í sameign ásamt sameiginlegu
þvottahúsi og
hjólageymslu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Atli Þór í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.