EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
STOFAN fasteignasala kynnir bjarta og fallega 4 herbergja íbúð á 3.hæð við Kristnibraut 75, Reykjavík.
Eignin er skráð samtals 124,9 fm og fylgir stæði í lokaðri bílageymslu.Íbúðin samanstendur af stofu, holi, gangi, hjónaherbergi, tveimur barnaherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi, ásamt sérgeymslu á 1.hæð.Komið er inn í parketlagða
forstofu með góðum fataskáp.
Eldhús með viðarinnréttingu og lökkuðum eftri skápum, flísar á milli skápa, eyja, bakarofn, helluborð og vifta, tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa er björt með parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á svalir til suðurs og austurs.
Sjónvarpshol er parketlagt og inn af því parketlagður gangur.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Tvö góð barnaherbergi bæði með skápum og parketi á gólfum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, upphengt salerni, baðkar, sturta og handklæðaofn.
Flísalagt
þvottahús.Sérgeymsla í kjallara.
Eigninni fylgir
sérstæði í lokaðri bílageymslu.
Tengi fyrir hleðslustöð við bílastæði sem hægt er að leigja, einnig hægt að hafa eigin hleðslustöð.
Nýleg pli-sol myrkvunartjöld frá Álnabæ er í herbergjum.
Skv. seljanda:
Húsið var málað 2015 og þakkantur endurnýjaður 2017.
2023 var farið í að steypa og flota stétt fyrir utan ásamt var andyrri flotað og gólf málað.
2024 - ný tafla og raflagnir lagðar í bílageymslu fyrir hleðslustöðvar. Hægt er að leigja eða kaupa núverandi hleðslustöð.
Sumar 2024 – gluggar málaðir að utan.
Íbúð máluð árið 2021.
2024 - nýr ofn og spanhelluborð.
Þetta er björt og falleg eign með miklu útsýni þar sem stutt er í skóla, leikskóla, golfvöll, náttúruna og fleira.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Atli Þór í síma 699-5080, [email protected] og Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.