Norðurbakki 11, 220 Hafnarfjörður
97.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
116 m2
97.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
68.030.000
Fasteignamat
86.200.000

Eignin er seld

STOFAN fasteignasala kynnir fallega og bjarta 3 herbergja íbúð við Norðurbakka 11c, Hafnarfirði.
Eignin er á fyrstu hæð, með yfirbyggðum svölum og stórri afgirtri verönd sem snýr inn í lokaðan garð.
Eignin er skráð skv. HMS 116,4 fm og fylgja henni tvö bílastæði í lokaðri bílageymslu.


Gólfhiti
2 svefnherbergi
2 baðherbergi
2 bílastæði 
Yfirbyggðar svalir ásamt verönd
Lokaður garður á milli húsanna
Sérgeymsla inn af öðru bílastæðinu


Komið er inn í forstofu með fataskápum til lofts.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með stórum gluggum. Útgengt er úr stofu á rúmgóðar yfirbyggðar svalir og þaðan er útgengt á stóra afgirta verönd.
Eldhús er opið og bjart með fallegri innréttingu og eyju. Bakarofn í vinnuhæð, niðurfellt helluborð, háfur, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur, steinn á borðum.
Hjónaherbergi er með góðum fataskápum til lofts. Útgengt er úr herbergi á verönd.
Svefnherbergi sem er rúmgott með fataskáp til lofts.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, falleg innrétting með vask, baðkar og sturta með gleri, upphengt salerni og handklæðaofn.
Inn af baðherbergi er þvottahús með nýlegum innréttingum fyrir vélar í vinnuhæð.
Gestasalerni með flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting og upphengt salerni.
Sérgeymsla er inn af bílastæði í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Tvö bílastæði í lokaðari bílageymslu.

Endurbætur skv.seljanda:
Sérsmíðuð innrétting í þvottahúsi - 2022
Ný svalahurð og gluggi/gler vinstra megin við hurð - 2024
Steinn á borðum í eldhúsi - 2020
Spanhelluborð og háfur - 2020

Þetta er falleg, björt og vel staðsett eign á Norðurbakkanum þar sem verslanir, veitingastaðir, kaffihús og önnur þjónusta er í göngufæri.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.