Skipasund 10, 104 Reykjavík (Vogar)
99.500.000 Kr.
Hæð/ Hæð og ris
6 herb.
120 m2
99.500.000
Stofur
3
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
61.850.000
Fasteignamat
79.100.000

Eignin er seld með fyrirvara

STOFAN FASTEIGNASALA kynnir bjarta og fallega hæð með aukaíbúð í risi á þessum vinsæla og gróna stað við Skipasund 10, Reykjavík.
Um tvær 3ja herbergja íbúðir er að ræða sem eru í dag nýttar sem 4ra og 2ja herbergja.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er skráð samtals 120 fm skv. HMS en gólfflötur er stærri þar sem að íbúðin í risi er að hluta til undir súð.
Að auki fylgir geymsluskúr sem er ekki inni í fermetratölu hússins ásamt 28 fm sér verönd.

Fasteignamat 2025 verður 84.150.000 kr


Falleg eign sem hefur verið endurnýjuð að miklu leyti
2 svefnherbergi með hæðinni (hægt að bæta við þriðja herbergi í borðstofu)
1 svefnherbergi með risíbúð
Sér verönd við húsið
Geymsluskúr í séreign


Hæð:
Gengið er upp tröppur inn á hæð. Úr forstofu sem er flísalögð með fatahengi og hillu eru steyptar tröppur upp á rishæð. Úr holi er gengið inn í allar vistarverur. Á öllum gólfum á hæð er fljótandi harðparket, nema á forstofu og baðherbergi þar sem eru flísar.
Á vinstri hönd er eldhús, með nýlegri innréttingu frá Kvikk, eyju með extra djúpum skúffum, nýlegu AEG helluborði og bakarofni. Tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi er milli eldhúss og stofu, með nýlegum flísum á gólfi og upp hálfa veggi, fyrir ofan eru málaðar mósaík flísar, hiti í gólfi. Nýlegt baðkar, sturtugler, salerni og baðinnrétting. Opnanlegur gluggi á baði.
Stofa og borðstofa eru rúmgóðar, samliggjandi og einkar bjartar með gluggum á alla kanta. Mögulegt er að nýta borðstofuna sem herbergi og bæta þannig við svefnherbergi.
Svefnherbergi er rúmgott með nýlegum hornfataskáp.
Snyrtilegt þvottahús og kompa eru í kjallara, innangengt úr holi, niður steyptan stiga. Nýleg eldvarnarhurð í þvottahúsi. Þvottahús er sameiginlegt með íbúð í kjallara. Nýleg eldvarnarhurð er einnig inn í kjallaraíbúð.
 
Ris:
Í risi er 3 herbergja íbúð. Núverandi eigendur færðu hurð inn í íbúðina til þess að nýta annað herbergið uppi með íbúð á aðalhæð. Mjög einfalt að breyta því aftur ef vill.
Herbergi með harðparketi á gólfi, nokkuð undir súð en nýtist vel.
Gólfefni á risíbúð eru samskonar harðparket og flísar og á aðalhæð. Harðparket á herbergjum og stofu, en flísar á baðherbergi, holi og í eldhúsi. Framan við íbúð er lítil forstofa, flísalögð, með hengi og hillu.
Til vinstri þegar komið er inn í íbúðina er nokkuð rúmgott baðherbergi. Þar er nýlegt baðkar og baðinnrétting og tengi fyrir þvottavél. Pláss fyrir þurrkgrind.
Eldhús og stofa eru í opnu rými, en veggur sem var þar á milli var tekinn niður 2021. Fallegt útsýni er úr rýminu í austurátt.
Svefnherbergi er inn af stofu, ágætlega rúmgott en lítil geymsla hefur verið stúkuð af inn af herberginu. Lítið mál að breyta aftur. Fataskápur getur fylgt með.
Geymslurými undir súð úr baðherbergi og úr svefnherbergi. Einnig lítið geymsluloft yfir risíbúð, lúga í holi framan við forstofu.
Geymsluskúr er á lóð sem rúmar vel 2-3 hjól, sláttuvél, garðverkfæri og þess háttar.
Garðurinn hefur verið ræktaður mikið upp síðustu ár og er mjög fallegur og sérlega skjólgóður. Pallurinn er ca 28 fm og er þinglýstur sérafnotareitur hæðar. Innkeyrsla er breið og rúmar fjóra bíla, en hæð og kjallari skipta henni með sér þannig að hæð hefur stæðin hægra megin og kjallari vinstra megin.

Skv.seljanda:
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár.
Frárennslislagnir endurnýjaðar út í götu. Vatnslagnir einnig og ofnalagnir. Nýleg rafmagnstafla fyrir húsið, sértafla fyrir risíbúð. Drenlögn sett í kringum húsið ca 2014 og nýjar rennur. Gluggar endurnýjaðir í kringum 1990. Árið 2015 þegar núverandi eigendur keyptu eignina voru öll gólfefni endurnýjuð í báðum íbúðum, nýtt eldhús á hæð (innrétting og tæki), nýjar baðinnréttingar, salerni og baðkör á báðum baðherberjum. Þak endurnýjað að hluta 2016, nýjar þakplötur settar á kvisti, allt þakið pússað og málað. Pallur sem er með sérafnotarétti var byggður 2018 og ljós sett á skjólveggi. Skjólveggir úti í garði og steypt ruslatunnuskýli sett upp 2019, ásamt gróðurkössum við innkeyrslu. Ljóskastarar settir upp í garði 2022 sem lýsa upp tvö stór tré í garðinum. Nýlegir fataskápar í svefnherbergi á hæð. Tenglar fyrir rafmagnsbíla settir 2021, ásamt tilheyrandi breytingum í töflu. Veggur tekinn niður milli eldhúss og stofu í risíbúð 2022. Tvær nýjar eldvarnarhurðir voru settar í haust 2022, úr holi við stiga sem liggur niður í kjallara og á þvottahúsi.

Sundin eru gömul og gróin byggð í næsta nágrenni við Laugardalinn en hann er í 10 mín göngufæri. Rangá, hverfisverslun svæðisins, ein sú elsta á höfuðborgarsvæðinu og ein af örfáum eftir, er í 5 mín röltfæri og Holtagarðar eru handan hornsins.
Stutt er í leikskólann Brákarborg og Langholtsskóla.

Þetta er mjög falleg eign á góðum stað, með góðum tekjumöguleikum af útleigu. Auka íbúðin hentar hvort heldur sem er til útleigu eða til þess að nýta sem heild með hæðinni.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected] og Atli Þór í síma 699-5080, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.