Eignin er seld
STOFAN FASTEIGNASALA kynnir bjarta og fallega 3-4 herbergja endaíbúð á 6.hæð í lyftuhúsnæði við Kleppsveg 132, Reykjavík.
Eignin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti og er skráð samtals 97,3 fm skv. HMS.2-3 svefnherbergi
Nýleg lyfta
Snyrtilegur stigangur með nýlegu teppi
Dyrasími með myndavélKomið er inn í rúmgóða
forstofu með fataskáp.
Gangur / hol með harðparketi á gólfi.
Stofa / borðstofa er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á rúmgóðar hornsvalir sem snúa í suður og vestur.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu og flísum á milli skápa. Bakarofn í vinnuhæð, helluborð, háfur og tengi fyrir uppþvottavél, korkur á gólfi. Opið að hluta til úr eldhúsi inn í borðstofu.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi er einnig rúmgott með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Þvottahús með góðum innréttingum og skápum fyrir vélar í vinnuhæð, harðparket á gólfi. (Var áður
barnaherbergi en er nýtt í dag sem þvottahús. Auðvelt að breyta tilbaka).
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting, sturta með gleri og upphengt salerni.
Sérgeymsla í kjallara (4,8 fm).
Sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla.
Sameiginlegt
þvottahús er í kjallara með nýlegum þvottavélum.
Sameign er snyrtileg, nýlegt teppi á stigagangi.
Skv.seljanda:
Ný lyfta var sett í húsið 2019
Húsið málað og múrviðgert að utan 2018
Baðherbergið var endurnýjað 2017
Eldhús var endurnýjað fyrir nokkrum árum síðan
Nýleg gólfefni á íbúð
Skipt hefur verið um glugga og gler í íbúð á undanförnum árum
Þetta er rúmgóð og björt eign á góðum stað með fallegu útsýni úr hverjum glugga. Stutt er í skóla, verslanir og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir
Guðný Ósk í síma 866-7070, [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.